Fræðsla fyrir íþróttafélög um kynferðislega áreitni

Fræðsla fyrir íþróttafélög um kynferðislega áreitni

Akureyrarbær, Íþróttabandalag Akureyrar og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stóðu í byrjun desember fyrir fræðslufyrirlestrum um kynferðislega áreitni.

Haldnir voru fjórir fyrirlestrar fyrir þjálfara, starfsfólk, stjórnarmenn og foreldrafulltrúa aðildarfélaga ÍBA og mættu alls um 100 manns.

„Á fyrirlestrunum var farið yfir skilgreiningar og birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og afleiðingar hennar á samfélagið, íþróttafélög og einstaklinga. Fjallað var um vinnustaðamenningu og áhrif hennar á hegðun fólks. Síðast en ekki síst var farið yfir og gefin góð ráð um hvað fólk innan aðildarfélaga ÍBA getur gert til að fyrirbyggja og bregðast við kynferðislegri áreitni í sínu umhverfi,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjr.

Fyrirlestrarnir fóru fram í Íþróttahöllinni og voru í umsjón Önnu Lilju Björnsdóttur og Bryndísar Elfu Valdemarsdóttur sérfræðinga í jafnréttismálum.

UMMÆLI

Sambíó