Múlaberg

Fræðsluráð veitir viðurkenningar til framúrskarandi skólastarfsfólks og nemendaMynd: Akureyri.is

Fræðsluráð veitir viðurkenningar til framúrskarandi skólastarfsfólks og nemenda

Síðastliðinn miðvikudag, 2. júní, veitti fræðsluráð Akureyrarbæjar viðurkenningar til þeirra sem hafa þótt skarað sérstaklega fram úr í skólastarfi bæjarins. 31 viðurkenning var veitt í tveimur flokkum. Í flokki nemenda voru veittar 9 viðurkenningar og í flokki starfsfólks/verkefna voru veittar 22 viðurkenningar.

Í tilkynningu á vef bæjarins segir að markmiðið sé að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert í skólasamfélaginu og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenning er einnig staðfesting á því að viðkomandi skóli/starfsmaður/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Fræðsluráð hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Fræðsluráð ákveður fjölda viðurkenninga ár hvert að fenginni tillögu valnefndar.

Þorlákur Axel Jónsson, varaformaður fræðsluráðs, stýrði athöfninni í gær sem var haldin í sal Brekkuskóla. 

Nöfn þeirra sem hlutu viðurkenningu. 

Nemendur:
Eyja B. Guðlaugsdóttir, Naustaskóli
Lobna Kamoune, Brekkuskóli
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Naustaskóli
Arney Elva Valgeirsdóttir, Oddeyrarskóli
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson, Síðuskóli
Björn Sigurður Kristinsson, Hlíðarskóli
Mahout Ingiríður Matharel, Naustaskóli
Dagur Kai Konráðsson, Naustaskóli
Rakel Arna Steinsdóttir, Síðuskóli

Starfsfólk:
Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Iðavöllur
Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir, Iðavöllur
Inga Dís Sigurðardóttir, Giljaskóli – hlaut tvær viðurkenningar
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Oddeyrarskóli
Drífa Þórarinsdóttir, Pálmholti
Arna Benný Harðardóttir, Brekkuskóli
Guðrún Íris Valsdóttir, Brekkuskóli
Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, Naustaskóli
Vala Björt Harðardóttir, Naustaskóli
Jórunn Eydís Jóhannesdóttir, Krógabóli
Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, Krógabóli,
Lilja Valdemarsdóttir, Krógabóli
Hildur Berglind Búadóttir, Krógabóli
Dýrleif Skjóldal, Hulduheimum, Koti
Sigurrós Karlsdóttir, Oddeyrarskóli
Rakel Óla Sigmundsdóttir, Oddeyrarskóli
Jónas Sigursteinsson, Oddeyrarskóli
Sigrún María Steinsdóttir, Oddeyrarskóli
Þórarinn Torfason, Oddeyrarskóli
Steinunn Línbjörg Ragnarsdóttir, Giljaskóli
Ragnheiður Thelma Snorradóttir, Giljaskóli

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó