Frægir fella grímuna

Ingvar E. Sigurðsson kemur fram í myndinni

Ingvar E. Sigurðsson kemur fram í myndinni

Fyrirtækið Ekta Ísland frumsýndi stuttmyndina Fellum Grímuna í mars á þessu ári en hún hefur nú verið gerð aðgengileg öllum á Facebook. Í myndinni er fjallað um allt það sem gerir okkur mannleg. Meðal annars er fjallað um hræðslu, meðvirkni, kvíða og auðvitað hina sífelldu pressu um að allt líti vel út á samfélagsmiðlum. Edda Björgvins, Auðunn Blöndal, Emmsjé Gauti og Þórunn Antonía eru meðal þeirra þjóðþekktu einstaklinga sem rætt er við. Tilgangurinn með því að fá fræga til að ræða um þessa hluti á einlægan hátt er að sýna að  enginnn er fullkominn en einnig að þau hafa náð langt á sínu sviði, þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum tíðina.

Leikstjórn og framleiðsla myndarinnar er í höndum eigenda Ekta Íslands, þeirra Jóhönnu Jakobsdóttur og Sigurbjargar Bergsdóttur en Baldvin Z kom einnig að leikstjórn. Myndina má sjá í fullri lengd hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó