Frændurnir með þrjú mörk í jafntefli

Sigtryggur Daði Rúnarsson.

Sigtryggur Daði Rúnarsson.

Síðasti leikur ársins í þýska handboltanum fór fram í gærkvöldi þegar Aue fékk Bietigheim í heimsókn en með Aue leika meðal annars frændurnir Árni Þór Sigtryggsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 25-25.

Sigtryggur Daði skoraði tvö mörk úr sex skotum á meðan Árni Þór var með eitt mark úr fjórum skotum.

Nú kemur hlé í deildinni vegna HM í Frakklandi sem fram fer í næsta mánuði. Aue situr í tólfta sæti deildarinnar þegar hléið skellur á en alls leika 20 lið í þýsku B-deildinni. Sigtryggur Daði mun ekki sitja auðum höndum í hléinu því hann fer með U-21 árs landsliði Íslands til Serbíu. Nánar um það hér.

Sjá einnig

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

UMMÆLI