Framkvæmdir hafnar við nýja Glerárvirkjun

Svona mun virkjunin líta út. Mynd: Fallorka

Framkvæmdir við nýja virkjun í Glerá eru nú hafin. Glerárvirkjun II verður væntanlega tekin í notkun í lok árs ef allt gengur eftir. Fallorka sér um framkvæmdirnar en Andri Teitsson framkvæmdastjóri segir að afl virkjunarinnar muni verða um 20% af þeirri raforku sem Akureyringar nota fyrir í spjalli við N4.

Hann segir einnig að framkvæmdirnar muni gera svæðið mun aðgengilegra á margan hátt. 6-7 kílómetra göngustígur verði lagður og ný brú sett yfir ána. „Þannig að til verður ansi skemmtilegur hringur. Aðgengi almennings að þessu svæði verður mun auðveldara eftir þessar framkvæmdir. Hvað sjónræn áhrif varðar, þá mun stíflan sjást og sömuleiðis lónið auk stöðvarhússins,“ segir Andri.

Fanney Hauksdóttir arkitekt á Akureyri teiknaði húsið og Andri segir Fallorku ánægt með hennar vinnu. Nánar er fjallað um virkjunina á heimasíðu N4 hér. Einnig verður fjallað um virkjunina í þættinum Að Norðan í kvöld.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó