Framkvæmdir við Akureyrarkirkju

Framkvæmdir við Akureyrarkirkju

Viðgerð á þaki safnaðarheimili Akureyrarkirkju hófst í dag og framundan er talsvert rask og vinna austan megin við kirkju. Þetta kemur fram á vef Akureyrarkirkju í dag.

Til mánaðarmóta verða engar athafnir bókaðar í kirkjunni á virkum dögum. Helgihald á sunnudögum og komandi fermingarmessur verða á sínum stað,“ segir í tilkynningu Akureyrarkirkju.

Framkvæmdirnar eru vegna þess að þakið var farið að leka og því verður að rjúfa þekju og skipta um dúka og einangrun. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó