Framkvæmdir við Bjórböðin í fullum gangi – myndir

Eins og við höfum áður greint frá hyggst Bruggsmiðjan Kaldi opna bjórheilsulind á Árskógssandi og verður það sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnt er að opnun 1. júní næstkomandi.

Kerin verða 7 talsins og í þeim liggur maður í 20-25 mínútur í senn. Kerin eru fyllt af bjór, vatni, humlum og geri sem á að vera mjög gott fyrir húðina. Bjórvatnið sjálft er ekki drykkjarhæft en bjórdæla verður við hvert bað sem hægt er að drekka á meðan fólk liggur í baðinu.

Á staðnum mun einnig vera veitingastaður sem tekur u.þ.b. 80 manns í sæti ásamt því að eiga möguleika á að sitja úti á veröndinni í góðu veðri. Bjórböðin munu kosta 4.900 kr. á mann en innifalið í því verði er baðið sjálft, ásamt hvíldaraðstöðu, gufubað og frír bjór meðan á baðinu stendur.

Kaffið leit við í síðustu viku og tók þessar myndir en eins og sjá má eru framkvæmdir langt komnar.

 

Mynd: Óðinn Svan

Mynd: Óðinn Svan

Mynd: Óðinn Svan

Mynd: Óðinn Svan

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó