Múlaberg

Framkvæmdir að hefjast við Garðinn hans Gústa

Framkvæmdir að hefjast við Garðinn hans Gústa

Framkvæmdir að hefjast við uppsetningu á körfuboltavelli til minningar um Ágúst H. Guðmundsson. Körfuboltavöllurinn, sem verður nefndur Garðurinn hans Gústa, verður staðsettur norðan við B-álmu Glerárskóla. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Sjá einnig: Safna fyrir Garðinum hans Gústa

Sett verður upp girðing umhverfis völlinn og meðfram norðurhlið vallarins verður svæði fyrir áhorfendabekki og gróðurbelti. Umsjón með uppsetningu og framkvæmd verður hjá vinum Ágústs H. Guðmundssonar í nánu samstarfi við Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

„Ágúst var mikill körfuknattleiksunnandi og markaði djúp spor í sögu íþróttarinnar hér í bæ. Ásamt því að spila á sínum yngri árum fyrir Þór var Ágúst þjálfari hjá félaginu til fjölda ára og er sigursælasti þjálfari þess frá upphafi. Flestar æfingar og leiki þjálfaði Ágúst í íþróttahúsinu við Glerárskóla og því finnst okkur við hæfi að völlurinn rísi við þann skóla.  Ágúst var harður Boston Celtics aðdáandi og því lá það beinast við að körfuboltavöllurinn fengi nafnið Garðurinn en heimavöllur Boston Celtics kallast TD Garden,“ segir um Ágúst á Facebook-síðu verkefnisins.

UMMÆLI

Sambíó