Prenthaus

Framlengdur frestur til jafnréttisviðurkenninga

Frestur til að skila inn tilnefningum til jafnréttisviðurkenninga frístundaráðs Akureyrarbæjar hefur verið framlengdur til föstudagsins 8. desember. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttismála í samræmi við Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Viðurkenningu geta hlotið:

Fyrirtæki sem hafa:

• sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum
• unnið að því að afnema staðalímyndir kynjanna
• sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla
• gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum

Félög/félagasamtök sem hafa:

• sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum
• sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla
• gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbunda eða kynferðislega áreitni innan félags
• veitt leiðbeinendum/þjálfurum fræðslu um jafnréttismál

Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu að jafnréttismálum.

Smelltu hér til að senda inn tillögu.

Rökstuddar tillögur skulu hafa borist fyrir 8. desember nk.

UMMÆLI

Sambíó