Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst í næstu viku

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst í næstu viku

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst miðvikudaginn 8. febrúar í Sambíóunum. Sýnd verður fransk-íslenska kvikmyndin Grand Marin/Sjókonan eftir Dinara Drukarova. Með aðalhlutverk fara Dinara Drukarova, Sam Louwyck, Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.  

Sýningin hefst klukkan 17.00 og léttar veitingar verða í boði frá klukkan 16.20. Sendiherra Frakklands á Íslandi Guillaume Bazard og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segja nokkur orð. Myndin er sýnd með frönsku tali og íslenskum texta.

Engin aðgangseyrir er á myndir hátíðarinnar en nauðsynlegt er að skrá sig á sýningar og það má gera hér. Aðrar myndir á vegum hátíðarinnar á Akureyri eru meðal annars grínhrollvekjan Coupez/Final Cut ! og heimildamyndin Les Invisibles/Invisibles.

Fleiri myndir og nánari upplýsingar má finna á halloakureyri.is.

Myndin Grand Marin/Sjókonan ger­ist við Íslands­strend­ur og er fram­leidd af Bene­dikt Erl­ings­syni og í auka­hlut­verk­um eru meðal ann­ars Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Hjört­ur Jó­hann Jó­hanns­son. Hún fjall­ar um Lili sem hef­ur yf­ir­gefið allt sem hún þekk­ir til að elta draum sinn um að ferðast um heim­inn og veiða í Norður­sjón­um. Mynd­in var að miklu leyti tek­in upp á Íslandi.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Sambíó

UMMÆLI