Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Franska kvikmyndahátíðin fer fram hér á landi dagana 26. janúar til 4. febrúar í Reykjavík og á Akureyri. Sýndar verða 10 kvikmyndir á hátíðinni. 9 af þeim franskar og 1 kanadísk. Fjölbreytni er í fyrirrúmi og ættlu allir að finna mynd við sitt hæfi.

Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík standa að hátíðinni í samstarfi við Háskólabíó, Institut francais og kanadíska sendiráðið.

Hátíðin hefst á Akureyri laugardaginn 27. janúar og stendur til miðvikudagsins 31. janúar. Fimm kvikmyndir verða sýndar í Borgarbíó á Akureyri en þetta eru Viktoría (27. janúar), Hæst á heimi (28.), Lífs eða liðinn (29.), Happy End (30.) og Svona er lífið (31.).

UMMÆLI

Sambíó