Fríða Kristín og Hildur Védís til Ítalíu

topolino_images_thumb_medium200_150

Topolino mótið er haldið á Ítalíu á hverju ári.

Skíðasamband Íslands hefur valið hóp ungmenna til þátttöku á Topolino skíðamótinu sem fram fer á Ítalíu dagana 10. og 11.mars 2017.

Í þessum tíu manna hópi eru tvær stúlkur úr Skíðafélagi Akureyrar. Það eru hin þrettán ára gamla Hildur Védís Heiðarsdóttir og hin fimmtán ára gamla Fríða Kristín Jónsdóttir.

Hópurinn sem var valinn

Helgi Halldórsson (2001) – Skíðafélag Dalvíkur
Andri Gunnar Axelsson (2001) – UÍA
Fríða Kristín Jónsdóttir (2001) – Skíðafélag Akureyrar
Embla Rán Baldursdóttir (2001) – UÍA
Guðni Berg Einarsson (2002) – Skíðafélag Dalvíkur
Nanna Krstín Bjarnadóttir (2002) – Skíðadeild Ármanns
Markús Loki Gunnarsson (2003) – Skíðadeild Ármanns
Magnús Rosazza (2003) – Skíðafélag Dalvíkur
Ólafía Elísabet Einarsdóttir (2003) – Breiðablik
Hildur Védís Heiðarsdóttir (2003) – Skíðafélag Akureyrar

Snorri Páll Guðbjörnsson, formaður alpagreinanefndar Skíðasambands Íslands verður aðalfararstjóri hópsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó