Friðarvaka á Akureyri 29. mars

Friðarvaka á Akureyri 29. mars

Þann 29. mars næstkomandi munu ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins, Pírata, Vinstri Grænna og Ungra Jafnaðarmanna standa fyrir friðarvöku í kirkjutröppunum á Akureyri.

Vakan mun safna peningum til styrktar flóttafólks. Friðarvakan hefst í kirkjutröppunum klukkan 21:30. Kveikt verður á kertum í kirkjutröppunum og kostar hvert kerti í það minnsta 500 krónur, en frjáls framlög eru velkomin. Allur ágóði rennur til aðstoðarstarfa Rauða Krossins við flóttafólk.

Til þess að panta kerti fyrirfram þarf einungis að leggja 500 krónur inn á:1187-26-5202 kt: 520202-3580 og senda kvittun á janajoseps@gmail.com. Posi verður á staðnum.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/276880661286818

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó