Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hærri 2017

Styrkurinn hefur hækkað um 10 þúsund krónur frá 2014

Styrkurinn hefur hækkað um 10 þúsund krónur frá 2014

 

Styrkur til frístundaiðkunar barna á Akureyri á aldrinum 6-18 ára hækkar um 4 þúsund krónur á árinu 2017. Styrkurinn fer úr 16 þúsund krónum upp í 20 þúsund krónur. Frístundastyrkurinn tekur gildi árið sem barn verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem það verður 18 ára.

Styrkurinn er ætlaður til þess að niðurgreiða íþróttir, tómstundir og æskulýðsstarf barna. Akureyrarbær hefur greitt slíka styrki frá árinu 2006 en frá árinu 2014 hefur styrkurinn hækkað um 10 þúsund krónur. Upplýsingar um hvernig má nýta sér styrkinn er hægt að fá hjá hverju því félagi sem barnið er skráð hjá.

Sambíó

UMMÆLI