fbpx

Frítt að æfa blak í febrúar

Frítt að æfa blak í febrúar

Blakdeild KA mun bjóða öllum að koma og prófa að æfa blak, frítt, í febrúar. Á heimasíðu KA segir að nú sé um að gera að prófa þessa íþrótt enda sé mikil gróska í blakinu hjá KA um þessar mundir.

Karla- og kvennalið félagsins í meistaraflokki eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar í blaki.

Blakdeild KA æfir bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla.

UMMÆLI