Frítt í allar sundlaugar Akureyrar í dag

Nú fer átakinu Akureyri iði senn að ljúka en það hefur verið í gangi í maí. Íþróttasamtök á vegum bæjarins hafa boðið upp á ýmsa fría viðburði í mánuðinum. Í dag verður frítt í sund á Akureyri í síðasta skipti í boði Akureyri á iði. Sundlaugar bæjarins hafa verið opnar öllum gjaldfrjálst þrisvar áður í maí.

Sundkeppni sveitarfélaganna fer fram í þessari viku og því tilvalið að skella sér frítt í sund og taka þátt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó