Prenthaus

Frítt á jólatónleika í Akureyrarkirkju

Jólatónleikarnir Jólaboð til þín verða haldnir í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudaginn 14.desember kl. 20.00. Það kostar ekkert inn en hægt verður að kaupa plötuna Knee Deep með Rúnari Eff á staðnum á 2000 krónur. Sú upphæð mun renna óskipt í sjóð hjá Akureyrarkirkju sem notaður verður til að aðstoða fjölskyldur sem hafa lítið á milli handanna um hátíðarnar. Rúnar Eff Rúnarsson skipulagði tónleikana og Hildur Eir Bolladóttir prestur verður kynnir. Allir sem koma fram gefa vinnu sína.

Fram koma Rúnar Eff, Magni Ásgeirsson, Marína Ósk, Elvar Jónsteinsson og Halla Ólöf Jónsdóttir. Hljómsveitina skipa Hallgrímur Jónas Ómarsson, Stefán Gunnarsson, Valgarður Óli Ómarsson, Ármann Einarsson, Haukur Pálmason og Mikael Máni Ásmundsson.

Rúnar Eff skipulagði tónleikana

Rúnar Eff skipulagði tónleikana

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó