Frumsýning á Skugga Svein frestast

Frumsýning á Skugga Svein frestast

Menningarfélag Akureyrar hefur tilkynnt að frumsýning á verkinu Skugga Svein mun frestast tímabundið. Í tilkynningu segir að það sé vegna óviðráðanlegra ástæðna.

Áætlað var að frumsýna Skugga Svein í Samkomuhúsinu 14. janúar en svo verður ekki. Ný dagsetning verður tilkynnt síðar.

Jón Gnarr fer með aðalhlutverk í sýningunni sem er eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson og var eitt þekktasta og vinsælasta leikverk á Íslandi um áratuga skeið og litríkar persónur þess, Grasa Gudda, Gvendur smali og Ketill skrækur hafa lifað með þjóðinni og tekið sér bólfestu í hjarta hennar.

UMMÆLI

Sambíó