beint flug til Færeyja

FUBAR í Samkomuhúsið

FUBAR í Samkomuhúsið

Enn bætist í hóp glæsilegra gestasýninga hjá Menningarfélagi Akureyrar. Í þetta skiptið er það danssýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu. FUBAR hefur hlotið einróma lof gagnrýnanda í Reykjavík. Nú er FUBAR á leið um landið og kemur í Samkomuhúsið 11. mars. Höfundur verksins Sigga Soffía hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi í mörg ár og verk hennar ekki farið fram hjá neinum.

FUBAR er nýtt dansverk eftir Siggu Soffíu með frumsamdi tónlist eftir Jónas Sen. Í þessu magnaða verki miðlar hún reynslu sinni úr hversdagsleikanum sem dansari í magnað sólóverk FUBAR, sem frumsýnt var í Gamla bíó síðastliðinn október. Sýningin saman stendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu og Jónas Sen kemur fram og flytur lifandi tónlist. Leikmyndin er eftir myndlistarmanninn Helga Má Kristinsson og búningar eftir Hildi Yeoman.

Sigga Soffía hefur í þrígang verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem danshöfundur ársins. Verkið Himinninn kristallast hlaut ein Grímuverðlaun af þremur tilnefningum. Verk hennar Svartar Fjaðrir, sem var opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík 2015, var tilnefnt til þriggja grímuverðlauna en Jónas Sen og Hildur Yeoman unnu einnig í því. Þau fengu bæði tilnefningu, fyrir bestu tónlistina og búninga.

Þetta magnaða dansverk ættu dansunnendur og aðrir ekki að láta fram hjá sér fara. Sigga Soffía fer á kostum í FUBAR hrífur áhorfendur með sér í einstakri túlkun sinni.

Nánari upplýsingar um FUBAR og kaup á miðum færðu hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó