Fugl í sjálfheldu leitar skjóls á Bryggjunni – myndband

 

Það er kalt í veðri

Það er kalt í veðri

Það er ekki bara mannfólkið sem kýs að halda sig innandyra þegar snjónum kyngir niður eins og undanfarna daga á Akureyri. Það sást glögglega í morgun, þegar þessi fugl reyndi að komast inn og leita skjóls á veitingastaðnum Bryggjunni. Sérfræðingar Kaffisins hafa ekki borið kennsl á tegundina en telja líklegast að um Smyril sé að ræða. Fuglinn sat á gluggasyllu veitingastaðarins í drykklanga stund, goggaði í gluggann og vildi fá að komast inn en því miður varð honum ekki að ósk sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó