Fulltrúar Dömulegra dekurdaga færðu Krabbameinsfélaginu styrk

Fulltrúar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis taka við styrknum

Í gær afhentu fulltrúar Dömurlegra dekurdaga Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,2 milljónir króna í styrk á lokakvöldi daganna sem haldið var á Icelandair hótel.

Dagarnir eru árlegur viðburður á Akureyri sem haldnir hafa verið ár hvert frá árinu 2008. Ýmsir viðburðir eru í gangi þessa daga og bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á afslætti af þessu tilefni. Líkt og áður var í ár lagt áhersla á að styðja við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Á lokakvöldinu fluttu Sara Ómarsdóttir, sem greindist með brjóstakrabbamein í fyrra, og Katrín Ösp Jónsdóttir ,hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, ávörp.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó