KIA

Fundu mótorhjól við hafnarsvæðið á Akureyri

Fundu mótorhjól við hafnarsvæðið á Akureyri

Hafnasamlag Norðurlands stóð fyrir þrifum á hafnarsvæðinu á Akureyri á dögunum og hafði ýmislegt upp úr krafsinu.

Kafarar könnuðu botninn í kringum helstu bryggjur á Akureyri og þar kom margt skemmtilegt í ljós.

Meðal þess sem veitt var upp úr höfninni voru reiðhjól, rafgeymar, steypupollar og all kyns járnrusl. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var þegar að heilt mótorhjól fannst.

Á Facebook-síðu Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðurlands er eiganda bent á að hann megi hafa samband til að nálgast hjólið, það sé þó ekki líklegt að það borgi sig að gera það upp.

(Mynd: Friðrik Ottóson)

Sambíó

UMMÆLI