Múlaberg

Fundur fólksins á Akureyri í fyrsta skipti

Ketill Berg Magnússon stjórnarformaður Almannaheilla og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Fundar fólksins.

Þann 8. og 9. september verður lýðræðishátíðin Fundur fólksins haldin á Akureyri. „Almannaheill – Samtök þriðja geirans“ hafa samið við Menningarfélag Akureyrar um framkvæmd á lýðræðishátíðinni Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haldnir hafa verið tveir vel sóttir kynningarfundir um hátíðina, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri.

Þetta verður í þriðja sinn sem Fundur fólksins verður haldinn. Fyrstu tvö skiptin fóru fram í Reykjavík. Fundur fólksins er nú haldinn í þriðja sinn. Í fyrri skiptin fór fundurinn fram við Norræna húsið í Reykjavík.

Á lýðræðishátíðina Fund fólksins mætir fólk sem vill taka þátt í suðupotti þar sem raddir fólksins í landinu heyrast. Félagasamtök um allt land taka þátt í dagskránni sem samanstendur af óformlegum og formlegum fundum, uppákomum, tónlist, gleði og glaumi. Markmið hátíðarinnar er að efla rödd almennings, koma skoðunum á framfæri og ræða málefni samfélagsins. Fundur fólksins er því kjörinn vettvangur fyrir hópa og félagasamtök að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að allir skipta máli. Allir geta tekið þátt og hægt er að skrá viðburði á heimasíðu hátíðarinnar fundurfolksins.is.

„Það er mikið gleðiefni að fá Fund fólksins til Akureyrar, hér er rík hefð fyrir því að almenningur taki þátt í samfélagsumræðu og fólk hefur sterkar skoðanir á málefnunum. Hátíðin mun gera félagasamtökum auðveldara að ná til félagsmanna utan höfuðborgarsvæðisins og vonandi almennings að ná til ráðmanna og öfugt,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fundar fólksins við Akureyri.is.

Velferðarráðuneytið, Almannaheill, Akureyrarbær og Menningarfélag Akureyrar eru styrktaraðilar lýðræðishátíðarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó