NTC

Fylgi Samfylkingar eykst undir forystu Loga

Logi Már Einarsson

Í nýrri fréttatilkynningu frá MMR kemur fram að fylgi Samfylkingar jókst mest allra flokka síðan í síðustu könnun í maí. Fylgi Samfylkingarinnar jókst um 2 prósentustig og mældist nú 11,3%.

Könnunin fór fram dagana 6.-14. júní. Heild­ar­fjöldi svar­enda voru 974 ein­stak­ling­ar, en þeir voru allir 18 ára og eldri.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi íslenskra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 24,9% en það er 0,7 prósentustiga minnkun frá síðustu könnun sem lauk 16. maí 2017. Fylgi Vinstri grænna (20,6%) og Pírata (13,7%) lækkaði einnig eilítið frá síðustu mælingum.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar síðan í síðustu könnun í maí og mældist nú 30,9% samanborið við 31,4% síðast. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki verið lægri.

 

 

VG

UMMÆLI