Fyrirlestrar um fæðuofnæmi í Brekkuskóla í dag

Í dag, þann 2.nóvember kl.16:30, stendur Astma- og ofnæmisfélag Íslands fyrir fyrirlestrum um fæðuofnæmi í Brekkuskóla á Akureyri. Tveir fyrirlestrar verða haldnir.

Fyrra erindið flytur Mikeala Odemyr sem er forseti EFA (European Federation of Asma and Airways diseases). Mikaela er virtur fyrirlesari um fæðuofnæmi en hún hefur mikla reynslu sem móðir ofnæmisbarna. Hún hefur verið virk í faglegri fræðslu til fjölskyldna og einstaklinga í Svíþjóð. Hún fjallar um það að lifa með lífshættulegu bráðaofnæmi og astma og hvernig sé að vinna með skólakerfinu á því sviði. Hún talar á ensku.

Seinna erindið sem verður almennt um fæðuofnæmi flytur Gunnar Jónsson ofnæmisbarnalæknir að loknu erindi Mikaelu.

Aðgangseyrir er 1000 krónur og allir eru velkomnir.

Mikaela Odemyr

Mikaela Odemyr

Sambíó

UMMÆLI