beint flug til Færeyja

Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KA sjötta sætinu í Pepsi Max deildinniKA urðu Kjarnafæðismeistarar á dögunum. Mynd: KA.is/Egill Bjarni

Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KA sjötta sætinu í Pepsi Max deildinni

Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni er KA spáð 6. sæti. Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst annað kvöld en fyrsti leikur KA er 1.maí gegn HK. KA endaði í sjöunda sæti í deildinni á síðasta tímabili og þeim er spáð svipuðum árangri í ár.

Helstu knattspyrnusérfræðingar landsins hafa einnig sett saman spár fyrir Íslandsmótið eins og tíðkast á vorin. KA mönnum er spáð í kringum 5.-7. sæti víðast hvar.

Sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is munu KA-menn aftur enda í sjö­unda sæti úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­ar­inn­ar, á kom­andi keppn­is­tíma­bili. Hægt er að lesa umfjöllun mbl.is um KA liðið með því að smella hér.

Í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar á Stöð 2 sport er KA spáð 6. sætinu. Þú getur horft á allan þáttinn hér.

Á knattspyrnuvefnum fótbolta.net er KA mönnum spáð ofar en annars staðar en spekingar Fótbolta.net spá KA fimmta sætinu. Hægt er að lesa umfjöllun Fótbolta.net hér.

Sambíó

UMMÆLI