Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri

UPPFÆRT: Leiðrétting frá SAk: Dauðsfall ekki rakið til Covid-19 eins og áður var greint frá

Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri varð um helgina. Maðurinn sem lést var á tíræðisaldri. Hann var ekki inniliggjandi á sjúrahúsinu vegna Covid en í tilkynningu á vef Sjúkrahússins á Akureyri segir að dauðsfallið hafi orðið vegna Covid-19 .

Í dag eru níu sjúklingar inniliggjandi á sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid en þrír þeirra eru inniliggjandi vegna Covid. Sex eru með Covid en inniliggjandi af öðrum orsökum. Enginn þeirra er á gjörgæsludeild.

Sjúkrahúsið á Akureyri er enn skilgreint á hættustigi en 60 starfsmenn eru fjarverandi vegna einangrunar og á vef Sjúkrahússins segir að það sé ein aðaláskorunin þessa dagana.

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir tæplega 2000 í einangrun vegna Covid-19. Alls greindust um 340 á svæðinu síðastliðinn sólarhring.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó