Fyrsta hraðhleðsla Ískrafts og Orkusölunnar opnuð á Akureyri

Fyrsta hraðhleðsla Ískrafts og Orkusölunnar opnuð á Akureyri

Ískraft, dótturfélag Húsasmiðjunnar, og Orkusalan hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu hraðhleðslustöðva á lóðum Húsasmiðjunnar um allt land á næstu tveimur árum. Fyrsta hraðhleðslan opnaði á dögunum á Akureyri við nýja verslun Húsasmiðjunnar, Ískrafts og Blómavals við Freyjunes.

Hraðhleðsustöðin þar er með 150 kw hleðslugetu og getur hún hlaðið tvo bíla í einu. Ef tveir bílar hlaða samtímis deilir stöðin afli á millli þeirra að hámarki 75kW á tengi.  Einnig  voru settar upp sex 22 kw hleðslustöðvar á sama stað. Til að byrja með verður frítt að hlaða fyrir rafbílaeigendur.

„Þetta er spennandi verkefni og liður í okkar framlagi til grænnar framtíðar og vonumst við til að geta lokið þessari uppbyggingu á næstu tveimur árum,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

„Með þessu samkomulagi við Orkusöluna, erum við að  bæta þjónustu við rafbílaeigendur og viðskiptavini okkar um allt land. Við munum setja upp hleðslustöðvar frá Elinta og hraðhleðslustöðvar fra Gwiss sem hafa verið settar upp víða í Evrópu og hafa reynst mjög vel á norðlægum slóðum,“ segir Brynjar Stefánsson framkvæmdastjóri Ískraft. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó