NTC netdagar

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Akureyrar. Skipið lagðist að bryggju laust fyrir klukkan níu í morgun og mun yfirgefa bæinn aftur um klukkan 19.

Alls eru um 850 farþegar um borð og um 360 manna áhöfn. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 161 sem kemur til Akureyrar í sumar en þau voru 138 sumarið 2018.

Auk þess verður mikil aukning á komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 41 en voru 29 síðasta sumar. Einnig leggja sex skip að við Hrísey í sumar.

Næsta skip til Akureyrar er væntanlegt til hafnar laugardaginn 11. maí. Það er Celebrity Reflection sem er með 3.046 farþega auk áhafnar.

Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa í meðfylgjandi bæklingi á vegum Hafnarsamlags Norðurlands

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó