Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið til Akureyrar

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið til Akureyrar

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar klukkan 8 í morgun. AIDAsol mætti með um 2194 farþega og 646 manna áhöfn til Akureyrarhafnar.

AIDAsol yfirgefur Akureyri síðan klukkan 8 í kvöld. Skipið er það fyrsta af um 258 sem munu koma til Akureyrar í sumar. Það er um 2% eða 5 færri skipakomur en á síðasta ári en einblínt hefur verið á að bæta þjónustu og tímasetningar skipa fremur en að fá fleiri skip í höfn, samkvæmt Jóhönnu Tryggvadóttur, verkefna- og markaðsstjóra hjá Akureyrarhöfn.

Rúnar Freyr Júlíusson, fréttaritari Kaffið.is, tók mynd af komu AIDAsol í morgun sem má sjá efst í fréttinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó