Prenthaus

Fyrsta tap Hamranna staðreynd

Karen Nóadóttir þjálfar Hamrana

Hamrarnir töpuðu sínum fyrsta leik í 1.deild kvenna þetta sumarið í dag þegar liðið heimsótti ÍR í Breiðholtið. Lokatölur 2-1 fyrir ÍR.

Hamrakonur komust engu að síður yfir í leiknum þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir skoraði eftir hálftíma leik og leiddu Hamrarnir því í leikhléi. Heimakonur í ÍR sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og reyndust sterkari síðasta hálftímann þar sem þeim tókst að skora tvö mörk og tryggja sér þar með sigur.

Hamrarnir því með sjö stig að fjórum leikjum loknum og sitja í 3.sæti deildarinnar.

ÍR 2 – 1 Hamrarnir

0-1 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (’30)
1-1 Andrea Magnúsdóttir (’61)
2-1 Ástrós Eiðsdóttir (’79)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó