Vinna og vélar

Fyrsta tap Þórs/KA staðreynd – KA burstaði Ólafsvíkinga

Knattspyrnulið bæjarins áttu misgóðu gengi að fagna um helgina en stærsta frétt helgarinnar er sú að Þór/KA tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar stelpurnar biðu lægri hlut gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.

Þór/KA er eftir sem áður í kjörstöðu á toppi deildarinnar en liðið þarf að ná í fimm stig úr síðustu þrem umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitil

ÍBV 3 – 2 Þór/KA
0-1 Sandra Mayor (‘9)
0-2 Hulda Ósk Jónsdóttir (’35)
1-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir (’46)
2-2 Cloé Lacasse (’61)
3-2 Andrea Mist Pálsdóttir (’64, sjálfsmark)


Á sama tíma gjörsigraði KA sinn leik í Pepsi-deild karla þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn á Akureyrarvöll. Ekki er langt síðan KA-menn voru að daðra við falldrauginn en með tveim sigrum í síðustu tveim leikjum hafa þeir tryggt sæti sitt í deildinni; sitja í 5.sæti og geta stefnt á að keppa um Evrópusæti í síðustu umferðum mótsins.

KA 5 – 0 Víkingur Ó.
1-0 Almarr Ormarsson (’10 )
2-0 Almarr Ormarsson (’35 )
2-0 Kenan Turudija (’48 , misnotað víti)
3-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’63 )
4-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’68 )
5-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’76 )

Elfar Árni var óstöðvandi á Akureyrarvelli í gær


Þá vann Þór góðan 1-3 útisigur á Gróttu í Inkasso deildinni á laugardag og lifir draumurinn um sæti í úrvalsdeild að ári enn þó vonin sé veik. Þórsarar fá topplið Keflavíkur í heimsókn á Þórsvöll næstkomandi miðvikudag.

Hamrarnir léku tvo útileiki um helgina, töpuðu 2-0 fyrir HK/Víking á föstudag og gerðu markalaust jafntefli við topplið Selfyssinga í gær.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó