Fyrsti heimasigur Akureyrar í vetur

krissi201510

Kristján Orri var öflugur í kvöld

Akureyri Handboltafélag vann loks heimaleik í kvöld þegar Stjarnan var í heimsókn í KA-heimilinu í 10.umferð Olís deildar karla.

Akureyringar mættu ákveðnir til leiks og augljóst að liðið hefur nýtt landsleikjahléið vel. Akureyri náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 11-7, Akureyri í vil.

Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks fyrir ljótt brot. Enn eitt rauða spjaldið sem Róbert fær í vetur.

Það kom þó ekki að sök því Akureyri hélt bara áfram að bæta í forystuna. Gestirnir náðu hinsvegar að laga stöðuna á síðustu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu og vann Akureyri að lokum fjögurra marka sigur, 24-20.

Annar sigur Akureyrar í deildinni í vetur en liðið er eftir sem áður í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, tveim stigum frá Gróttu sem er næsta lið fyrir ofan.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Friðrik Svavarsson 4, Andri Snær Stefánsson 3, Karolis Stropus 3, Garðar Már Jónsson 1, Róbert Sigurðarson 1.

Markaskorarar Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5, Ari Þorgeirsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Andri Grétarsson 2, Brynjar Guðmundsson 1, Eyþór Magnússon 1, Ari Pétursson 1.

Sambíó

UMMÆLI