Prenthaus

Fyrsti ís­lenski skaut­ar­inn sem tek­ur þátt á heims­meist­ara­móti

Fyrsti ís­lenski skaut­ar­inn sem tek­ur þátt á heims­meist­ara­móti

List­d­ans­skaut­ar­inn Al­dís Kara Bergs­dótt­ir verður fyrsti íslenski skautarinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti. Hún er á leið á heims­meist­ara­mót ung­linga í list­hlaupi sem fer fram í Tall­inn í Eistlandi dag­ana 2.-8. mars.

Hún vann sér inn keppnisrétt á mót­inu á Norður­landa­mót­inu í Nor­egi fyr­ir tveim­ur vik­um.

Al­dís Kara hef­ur æft skauta með Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar frá ár­inu 2008 en hún held­ur utan til Tall­inn í dag.

Hún er bú­sett á Ak­ur­eyri og stund­ar nám í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Hún hef­ur þó æft fyrir mótið í Eg­ils­höll­inni í Grafar­vogi þar sem HM kvenna í 2. deild B í ís­hokkí fer fram á Ak­ur­eyri þessa dag­ana.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland á kepp­anda á heims­meist­ara­móti ung­linga en áður hef­ur farið lið í sam­hæfðum skauta­dansi á heims­meist­ara­mót. 

Sambíó

UMMÆLI