Fyrsti samlestur á And Björk, of course…

Fyrsti samlestur á And Björk, of course…

Fyrsti samlestur á And Björk, of course… var í dag. Leikritið And Björk, of course sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar 2024 er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson. Þorvaldur starfaði sem myndlistarmaður og rithöfundur og er líklega er þekktastur fyrir barnaleikritið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn. Þorvaldur lést langt fyrir aldur fram árið 2013.

And Björk, of course var frumsýnd í Borgarleikhúsinu árið 2001 í leikstjórn Benedikst Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Í kjölfarið var gerð samnefnd kvikmynd í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Verkið hefur einnig verið þýtt á erlend tungumál og var frumsýnt í Varia leikhúsinu í Brussel árið 2006.

Leikstjóri And Björk, of course.. er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af Jóni Gnarr, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Eygló Hilmarsdóttur, Örnu Magneu Danks, Davíð Þór Katrínarsyni, Maríu Pálsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir. 

Sýningar fara fram í Samkomuhúsinu. Forsölutilboð rennur út á sunnudaginn á mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó