NTC

Fyrstu skóflustungurnar fyrir nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli

Tölvuteikning sem sýnir legu nýju stólalyftunnar.

Á morgun, sumardaginn fyrsta klukkan 12.30, hefst formlega undirbúningur að framkvæmdum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Fjórir krakkar sem keppa á Andrésar andar leikunum um helgina verða þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrstu skóflustungurnar.

Það eru „Vinir Hlíðarfjalls“ og Samherji sem standa að uppsetningu nýju lyftunnar. Boðið verður upp á ferðir fyrir gesti með snjótroðara að fyrirhugaðri drifstöð nýju lyftunnar í Hlíðarfjalli. Lagt verður af stað frá Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli klukkan 12.20.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó