Gæi hélt til Tenerife í morgun

Gæi hélt til Tenerife í morgun

Einn vinsælasti Snappari landsins, Garðar Gæi Viðarsson, fór snemma í morgun til Tenerife. Á eyjunni fögru ætlar Gæi að njóta lífsins og slappa af með konunni sinni ásamt því að drekka í sig menningu heimamanna.

Gæi sem búsettur er í Njarðvík elskar að vera á Tenerife, full lestaður og þrýsta niður nokkrum ísköldum Lóum. Hann hefur beðið mjög spenntur eftir ferðinni og verið með niðurtalningu á Snapchat reikningi sínum undanfarnar vikur.

Fylgjendur Gæa eru ekki síður spenntir fyrir ferðinni en hann fór síðast til Tenerife í haust og sló þá í gegn á Snapchat. Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með ævintýrum Gæa geta bætt honum á vinalistann sinn en notendanafn hans er: iceredneck. Hér að neðan má svo sjá myndir sem teknar voru í Leifsstöð í morgun

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó