Gæs föst í plastpoka

Gæsin föst í plastpokanum

Gæsin föst í plastpokanum

Ólöf Rún Erlendsdóttir birti þessa mynd á Facebook síðu sinni í gær en hún sýnir gæs sem vafin er inn í plastpoka. Hún komst ekki nógu nálægt gæsinni til þess að losa hana. Myndin er tekin á höfuðborgarsvæðinu.

Erfitt er að segja til um hvernig gæsin kom sér í þessa aðstöðu en myndin sýnir þó vel hve mikill umhverfisvandi fylgir notkun plastpoka og þá sérstaklega ef þeir komast út í umhverfið. Dýr sem festast í plastpokum eiga erfitt með að losa sig við þá og getur það jafnvel dregið þau til dauða. Ólöf setti myndina á Facebook til áminningar um að minnka rusl og þá sérstaklega plastpoka. Fleiri bæjarfélög mega því taka Akureyri sér til fyrirmyndar en stefnt er á að Akureyri verði plastpokalaust bæjarfélag árið 2020.

Sjá einnig:

Akureyri stefnir að því að verða plastpokalaust bæjarfélag


UMMÆLI

Sambíó