Gaf vasapeninginn sinn til Úkraínu: „Allir geta hjálpað“Ada Sóley

Gaf vasapeninginn sinn til Úkraínu: „Allir geta hjálpað“

Ada Sóley Ingimundardóttir, 8 ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri, gaf á dögunum ársvirði af vasapeningunum sínum í söfnun fyrir íbúa í Úkraínu. Ada gaf um það bil 40 þúsund krónur í hjálparstarf í gegnum vefsíðuna www.siepomaga.pl í Póllandi. Hún segir að öll hjálp skipti máli og að allir geti hjálpað að einhverju leyti.

„Ég heyrði mömmu mína, sem er pólsk, segja við systur sína í Póllandi að hún hefði sent pening til hjálpar. Mamma hefur sagt mér frá stríðinu á milli Úkraínu og Pútín og mig langaði að hjálpa líka og ákvað því að gefa vasapeninginn minn,“ segir Ada í spjalli við Kaffið.

Ada segir að hún biðji til guðanna á hverju kvöldi um frið í heiminum og Úkraínu.

Sambíó

UMMÆLI