KIA

Ganga, skokka eða skríða Eyjafjarðarhringinn og safna áheitum til stuðnings Ameliu

Ganga, skokka eða skríða Eyjafjarðarhringinn og safna áheitum til stuðnings Ameliu

Alfa Jóhannsdóttir og Sunna Björg Birgisdóttir hafa ákveðið að safna áheitum til stuðnings fjölskyldu Ameliu Önnu með því að að ganga, skokka eða skríða litla Eyjafjarðarhringinn, sem er rétt um 30 kílómetra langur. Í byrjun febrúar 2021 greindist Amelia Anna með ALL hvítblæði, sem er bráðaeitilfrumuhvítblæði – krabbamein í blóði. Hún mun vera í meðferð við því næstu tvö árin.

Það eru því krefjandi tímar framundan hjá Ameliu og fjölskyldu hennar. Foreldrar hennar Sandra Rebekka og Radek Dudziak, munu halda heimili á tveimur stöðum næstu mánuði og töluverður kostnaður fylgir því.

Við vitum það að framundan er mikil barátta með tilheyrandi erfiðleikum og áskorunum. Sandra og Radek munu þurfa að halda heimili á tveimur stöðum næstu mánuði með tilheyrandi ferðalögum og kostnaði og geta lítið, ef nokkuð, sinnt vinnu á meðan á þessu öllu stendur. Amelia er rétt að byrja sína vegferð og er allur stuðningur ómetanlegur í gegnum þetta mikilvæga ferli,“ segja Alfa og Sunna Björg.

Allir eru velkomnir að taka þátt í göngunni og safna áheitum með þeim. Þeir sem vilja heita á verkefnið skulu leggja inn á styrktarreikning sem stofnaður var fyrir fjölskylduna. Reikningur: 0123 – 15 – 023016 // Kennitala: 301185-2439.

„Við hvetjum alla sem hafa áhuga á, að taka þátt í göngunni og safna áheitum með okkur. Hægt verður að ganga allan hringinn eða hluta úr leið, taka kílómeter hér eða þar og haga þessu eftir eigin höfði! Allt eftir vilja og getu einstaklinga.100 kr. Kílómeterinn. Það má heita á okkur helming leiðarinnar, hluta úr leið eða alla 30 kílómetrana! Svo má auðvitað heita á okkur til að bralla allskonar aukalega á meðan á göngu stendur:

1000 kr fyrir lag sungið
1000 kr fyrir frumsaminn dans
1000 kr fyrir 1 km í háum hælum
1000 kr fyrir að ganga 1 km aftur á bak…og allar hugmyndir velkomnar!

Öll áheit skulu lögð inn á styrktarreikning sem stofnaður var til að styðja við fjölskylduna, endilega setjið „Gengið fyrir Ameliu“ í skýringu svo hægt sé að halda utan um hve mikið safnast. ❤️Reikningur: 0123 – 15 – 023016 // Kennitala: 301185-2439Allar frekari upplýsingar munu verða settar hér inn á viðburðinn þegar nær dregur. Endilega skráið þátttöku ykkar og deilið eins og vindurinn,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook.

UMMÆLI