Færeyjar 2024

Gauti mun ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Gauti mun ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Gauti Jóhannesson mun ekki sækjast eftir því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Gauti sóttist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu en varð sá þriðji í prófkjörinu sem fór fram í gær.

Sjá einnig: Njáll Trausti er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

„Nú þegar niðurstöður liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur kjördæmi er mér efst í huga auðmýkt og þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu mér lið í baráttunni.Ég vil einnig þakka þær góðu móttökur sem ég hef fengið í kjördæminu undanfarnar vikur, alla kaffisopana, kruðeríið og spjallið. Á Norður- og Austurlandi býr mikið af öflugu og góðu fólki, um það get ég vitnað fyrstu hendi. Meðframbjóðendum mínum þakka ég drengilega baráttu og óska þeim velfarnaðar. Úrslitin eru mér vonbrigði en vilji kjósenda er skýr og við niðurstöðuna verður að una. Ég sóttist eftir að leiða listann, það varð ekki og af þeim sökum mun ég ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis í haust,“ skrifar Gauti á Facebook síðu sinni í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó