beint flug til Færeyja

Geðverndarmiðstöð á Akureyri

grofin

Ekki eru allir sem vita af starfseminni en Grófin geðverndarmiðstöð hefur verið starfrækt á Akureyri síðan haustið 2013. Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95, á 4.hæð.

Starfsemi Grófarinnar felst í því að hjálpa þeim sem eiga við geðraskanir að stríða að vinna í sínum bata. Daglega hittast um 25-30 manns í Grófinni og þar er unnið eftir hugmyndafræði valdeflingar (Empowerment) en hér er hægt að lesa meira um hana á heimasíðu Grófarinnar.


Markmið Grófarinnar 
(tekið af vefsíðu Grófarinnar)

▪   Að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata á eigin forsendum og eigin ábyrgð í samræmi við hugmyndafræði valdeflingar.

▪   Að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni, hvort sem þeir kallast notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur þeirra sem glíma við geðraskanir, eða eru einfaldlega áhugamenn um framfarir í geðheilbrigðismálum.

▪   Að bæta lífsgæði þátttakenda.

▪   Að efla virkni fólks sem glímir við geðsjúkdóma í hinu daglega lífi.

▪   Að standa fyrir hópastarfi fyrir notendur og aðstandendur.

▪   Að standa fyrir fræðslu fyrir notendur og aðstandendur.

▪   Að stuðla að aukinni þekkingu á bataferlinu með áherslu á að hægt sé að ná bata og að hægt sé að fara fjölbreyttar leiðir í bataferlinu.

▪   Að miðla von og reynslu milli notenda. Vonin er lykilatriði í því að ná bata.

▪   Að vinna að fræðslu og forvörnum í samfélaginu til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem eru að glíma við geðraskanir.

▪   Að stuðla að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið vægi.

 

Þeir sem vilja kynna sér starf Grófarinnar betur eru hvattir til þess að hafa samband í síma 462-3400, senda fyrirspurn á grofin@outlook.com eða einfaldlega kíkja við á opnunartíma sem er alla virka daga milli 10:00 og 16:00.

Heimasíðu Grófarinnar má finna hér og 
Facebook síðu Grófarinnar er að finna hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó