beint flug til Færeyja

Gefur út bókina Gljúfrabúar og giljadísir um eyfirska fossa

Gefur út bókina Gljúfrabúar og giljadísir um eyfirska fossa

Um næstu mánaðamót gefur bókaútgáfan Hólar út bók Svavars Alfreðs Jónssonar Gljúfrabúar og giljadísir.

„Söguhetjurnar í henni eru um fimmtíu eyfirskir fossar. Mynd er af hverjum þeirra í bókinni ásamt stuttum texta, ýmist fossandi speki eða bullandi rugli,“ segir Svavar.

Bókin er ekki náttúrufræðilegs eðlis heldur ritar höfundurinn hana sem göngumaður og náttúruunnandi. 

„Tilgangurinn með útgáfunni er meðal annars sá að minna á einn kost þess að búa á Íslandi: þar þarf aldrei að leggjast í langferðir til að upplifa mikla og stórbrotna náttúrufegurð. Hún á að hvetja fólk til að rölta um landið og skoða það – og er því sniðin að þeim sérstöku aðstæðum sem nú eru ríkjandi í þjóðfélaginu þar sem fólk ætlar að ferðast um Ísland,“ segir Svavar.

„Bókinni er ætlað að vekja athygli á því, að fossarnir eru veigamikilll hluti af eyfirsku náttúrufari. Hún er framhald sýninga á ljósmyndum af fossum héraðsins sem ég hélt fyrir tíu árum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, Náttúrustofu Kópavogs, í borginni Bochum í Þýskalandi og á öldrunarheimilum Akureyrar. 
Gljúfrabúar og giljadísir er bæði á íslensku og ensku. Enski titillinn er Canyon Trolls and Gully Nymphs.“

UMMÆLI