Gegnumslag í Vaðlaheiði í febrúar?

Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng

Stefnt er að því að gegnumslag Vaðlaheiðarganganna verði um mánaðarmótin febrúar-mars. Þetta kemur fram í frétt Rúv. Verkið hefur gengið talsvert hraðar síðustu mánuði en fyrri hluta síðasta árs en til þess að áætlunin gangi upp mega litlar tafir verða. Miðað við hve hægt verkið gekk á tímabili má telja líklegt að einhver seinkun verði á gegnumslaginu. Meðalframvinda verksins voru 39 metrar á síðasta ári en til þess að áætlunin gangi upp þurfa að minnsta kosti 80 metrar að nást á viku.

Í febrúar á síðasta ári var áætlað að gegnumslagið yrði í október það ár. Ljóst er að kostnaður við göngin er kominn langt fram yfir það sem upphaflega var áætlað en nú er unnið að því að uppfæra fjárhagsáætlunina. Nú er stefnt að því að hægt verði að keyra í gegnum göngin sumarið 2018.

UMMÆLI