Geir maður leiksins í tapi

Geir besti maður Cesson-Rennes í kvöld.

Geir Guðmundsson var besti maður Cesson-Rennes þegar liðið tapaði fyrir Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Geir skoraði fimm mörk úr ellefu skotum og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins.

Cesson-Rennes tapaði leiknum með sex mörkum þar sem lokatölur urðu 27-33 fyrir Nantes. Guðmundur Hólmar Helgason er sem kunnugt er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og mun líklega ekki leika meira með liðinu í vetur.

Arnór Atlason og félagar í Álaborg styrktu stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með öruggum sigri á Randers í gær. Lokatölur 26-17 fyrir Álaborg og skoraði Arnór eitt mark.

Arnór Atla og félagar eru að rúlla upp dönsku deildinni

Sambíó

UMMÆLI