NTC netdagar

Geir markahæstur í tapi gegn Montpellier

Geir Guðmundsson

Leikið var í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær og fengu Geir Guðmundsson og félagar í Cesson Rennes verðugt verkefni þegar stórlið Montpellier kom í heimsókn.

Skemmst er frá því að segja að Geir og félagar áttu aldrei möguleika gegn stjörnum prýddu liði gestanna og fór að lokum svo að Montpellier vann öruggan níu marka sigur, 28-37.

Geir var markahæstur í liði Cesson Rennes með fimm mörk úr tíu skotum en frændi hans, Guðmundur Hólmar Helgason, er enn að vinna sig úr meiðslum sem hann varð fyrir fyrr á leiktíðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó