Geir næstmarkahæstur í dramatískum sigri

Cesson Rennes vann eins marks sigur á Dunkerque í hádramatískum leik í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og var Geir Guðmundsson í eldlínunni en Guðmundur Hólmar Helgason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Geir var næstmarkahæstur í liði Cesson Rennes með fimm mörk úr níu skotum en lokatölur urðu 23-22.

Afar mikilvægur sigur fyrir Cesson Rennes sem lyfti sér upp í 11.sæti með sigrinum en fjórtán lið eru í deildinni.

Geir Guðmundsson var öflugur í kvöld

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó