Prenthaus

Geir segir fréttatilkynningu Þórs ranga

Geir segir fréttatilkynningu Þórs ranga

Geir Sveinsson hefur ekki verið ráðinn þjálfari Þórs í handbolta líkt og var greint frá á vef félagsins í gær. Geir segir í samtali við mbl.is í dag að fréttatilkynningin sé einfaldlega röng.

Sjá einnig: Geir Sveinsson og Halldór Örn ráðnir þjálfarar Þórs í handbolta

Á vef Þórsara í gær kom fram að Geir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins ásamt Halldóri Erni Tryggvasyni. Nú hefur fréttin verið uppfærð og aðeins minnst á Halldór Örn. Þá er sagt að Geir muni aðstoða hann frá Þýskalandi.

„Geir mun áfram verða búsettur í Þýskalandi og mun hann verða Halldóri innan handar næsta vetur í Grill 66 deildinni,“ segir í uppfærðri frétt á vef Þórs.

Geir segir í samtali við mbl.is í dag að ekkert hafi verið frágengið þegar fréttin hafi farið í loftið. Hann sé búsettur í Þýskalandi og sé ekki að fara að flytja til Íslands.

„Ég er ekki að fara að verða þjálf­ari liðsins í þeirri mynd sem fyr­ir­sögn­in og allt seg­ir til um. Ég mun hins veg­ar aðstoða Hall­dór eft­ir bestu getu, vera hans ráðgjafi,“ er haft eftir Geir á mbl.is.

UMMÆLI

Sambíó