Geir skoraði þrjú í Íslendingaslag

Geir Guðmunds setti þrjú í kvöld

Geir Guðmundsson og félagar í Cesson-Rennes heimsóttu Íslendingalið Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Geir skoraði þrjú mörk úr níu skotum en Cesson-Rennes átti fá svör við Snorra Steini Guðjónssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Nimes. Lokatölur 30-24 fyrir Nimes.

Cesson-Rennes situr í þriðja neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en liðið saknar Guðmunds Hólmars Helgasonar sárlega. Hann mun ekki spila meira á tímabilinu eins og greint hefur verið frá hér á Kaffinu.

Sjá einnig: Tímabilið búið hjá Guðmundi Hólmari

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó