Gengið af göflunum – Slökkviliðsmenn Akureyrar hlaupa 340 km til styrktar Hollvina SAkMynd: Facebook-síða slökkviliðsins.

Gengið af göflunum – Slökkviliðsmenn Akureyrar hlaupa 340 km til styrktar Hollvina SAk

Undanfarin tvö ár hafa starfsmenn slökkviliðsins á Akureyri framið hina ýmsu gjörninga til að vekja athygli á fjáröflunarverkefninu Gengið af göflunum – gengið til góðs. Með átakinu eru slökkviliðsmenn að vekja athygli á því frábæra starfi sem Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri vinna og hvetja allt til að leggja inn á reikning Hollvina og/eða gerast meðlimir til að styrkja starfsemina.

Sl. tvö sumur hafa slökkviliðsmennirnir gert ýmsar æfingar í reykköfunargöllunum sínum, þ.á.m gengið kjarnaskógshringinn, farið í ræktina, Hot yoga, spilað fótboltaleik gegn lögreglumönnum Akureyrar og nú síðasta sumar gengu þeir heilan Eyjafjarðarhring, einnig í reykköfunarbúningum.

Hlaupa yfir Sprengisand

Í ár hafa þeir ákveðið að auka áskorunina töluvert en nú ætla sex slökkviliðsmenn að hlaupa alla leið yfir Sprengisand en þó núna ekki í reykköfunargöllunum, enda töluvert löng leið fyrir þann búnað. Leiðin er 340 km að lengd og verður tekin í 5 lotum hjá þeim, allt frá 42 km upp í 109 km. Lagt verður af stað frá slökkviliðsstöðinni á föstudagsmorguninn kl. 10.00.

Hægt er að fylgjast með Slökkviliðinu og Gengið af göflunum á facebook síðu þeirra með að ýta hér.

Slökkviliðið bendir á að það kostar aðeins 5.000 kr. á ári að gerast Hollvinur og veita þannig Sjúkrahúsinu á Akureyri ómetanlega aðstoð sem bjargar mannslífum. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning félagsins:

Kt. 640216-0500
Reikningsnúmer: 0565-26-10321

Hollvinir SAk eru frjáls félagasamtök sem hafa það markmið að stuðla að bættum lækningatækjaútbúnaði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ef þú vilt leggja þessu frábæra málefni lið getur þú gerst meðlimur með að ýta hér. 

TENGDAR FRÉTTIR

https://www.kaffid.is/slokkvilidsmenn-sofnudu-rumlega-milljon-kronum/

Sambíó

UMMÆLI